Blek 1

Blek 2

Blek 3

Blek 4

Blek 5

Blek 6

Blek 7

Blek 8

Blek 9

Blek 10

NeoBlek 10

NeoBlek 11

NeoBlek 12

NeoBlek 13

NeoBlek14/15

NeoBlek 16


 

Myndasagan, samspil mynda og sögu er að sumu leyti ekki ósvipuð kvikmyndaforminu. Segja má að myndasagan sé kvikmyndaiðnaður sem almenningur hefur efni á þar sem hver og einn hefur tækifæri til að setja niður á blað, sínar hugsanir og segja sína sögu. Hvernig sögu myndir þú, lesandi góður, gera? Þú þarft ekki annað en blað og penna, hugmyndaflug og smá þolinmæði til að gera þína eigin sögu að veruleika. Sýnishorn nokkurra höfunda má finna hér í þessu blaði sem er sjöunda tölublað Hasarblaðsins Bleks.

 


Lokakafli sögunnar Úrg Ala Buks unum eftir Jan Pozok er runninn upp. Þar sem við skildum við söguhetjuna okkar síðast var Sigurður Hinrik fangi Urgols hins þríhöfða. Með klókindum nær hann þó að leika á þursann en lokauppgjör við Gunnar er óumflýjanlegt. Tekst honum að frelsa Sóldísi? Það kemur í ljós eftir æsispennandi lokasenu!

Ingi Jensson er með tvær sögur um Mikka og Manga í blaðinu. Stuttmyndasögur sem áður birtust í FÍB-blaðinu Ökuþór. Eðli málsins samkvæmt leikur ástríða manna fyrir hverskyns sjálfrennireiðum stórt hlutverk í söguþræðinum. Í annari sögunni er það lögreglan sem tekur bílaáhugamann tali á götum borgarinnar um miðja nótt. Í hinni er verið að prufukeyra nýuppfærða drossíu sem hlotið hefur nafnið "Halastjarnan". Það er sannarlega réttnefni eins og sjá má.

Ómar Smári Kristinsson er með fantasíusöguna Bogga á ferðinni. Víðlendir hugarheimar bjóða upp á endalausa ferða-möguleika fyrir þá sem vilja ferðast án þess að færast úr stað. Söguhetjan Bogga sparar sér þannig sporin og lætur sig dreyma ferðalag djúpt úr undirdjúpunum upp á fjallstind þar sem margt skrýtið og skemmtilegt gerist á leiðinni.

Auga og munnur eru þau skilningarvit sem koma við sögu í blýantsteiknaðri myndasögunni Vanfæru skilningarvitin eftir skáldið Níels R. Gíslason og teiknarann Unu Lorenzen.
Skynfærin í þessari sögu fljóta um í tilgangsleysi en þrá sameiningu.

Jón Ingiberg Jónsteinsson teiknaði forsíðuna á blaðinu en hann er einnig höfundur næstu sögu Eldur og gos. Gróðravonin glepur marga og fær menn til að gera ýmsa vitleysu. Eins og til dæmis að ganga út á ystu nöf takandi myndir af túristagosi. Það getur haft skelfilega fyndnar afleiðingar. Önnur drepfyndin saga eftir sama höfund Mr. Asshole er aftar í blaðinu og fjallar í stuttu máli um rassgat og margvísleg tilvik í tilveru þess... Believe it or not!

Einu sinni var stúlka sem hét Alda. Hún var ekki alltaf heppin en snéri gæfunni sér í hag. Um það má lesa í myndasögunni Nýalda eftir Rannveigu Jónsdóttur. Það er fagnaðarefni í hvert sinn sem kvenkyns höfundur sendir inn efni í blaðið enda eykur það bara fjölbreytnina.

Kjartan Arnórsson sýnir okkur í tvo heimana með sínum einkar myndrænum lýsingum í sögunni Fyrsta skiptið. Eins og allir vita þarf tvo til að dansa tangó og tvennum sögum fer yfirleitt af samskiptum kynjanna eftir því hver á í hlut. Hér er einkar myndræn lýsing af slíkum sögum þar sem báðar hliðarnar eru dregnar fram í dagsljósið. Sami höfundur er á ferð í næstu sögu Samtali við dauðann sem er heimspekileg og holl lesning fyrir alla. Dauðinn bíður okkar jú allra og tilgangslítið er að fárast yfir því.

Einn sat maður hátt uppi í fjöllum með eina hugsun í höfðinu. Hefnd. Blóðþrá - fyrsti hluti er frumraun Christophers Róbertssonar á teiknivellinum. Magnþrungið andrúmsloft og uppbygging á spennu er viðfangsefnið í þeirri sögu.

Að endingu er það Zlatko Milenkovic með Litlu þefdýrin. Stuttmyndasaga þar sem siðblindir risahvítflibbar leika sér að því að traðka á almúganum en ekki mjög lengi þó.