Blek 1

Blek 2

Blek 3

Blek 4

Blek 5

Blek 6

Blek 7

Blek 8

Blek 9

Blek 10

NeoBlek 10

NeoBlek 11

NeoBlek 12

NeoBlek 13

NeoBlek14/15

NeoBlek 16

 

 

 

 

Það var útdreginn rauði dregillinn á næsta fundi Blek hópsins. Ekki það að forsetinn kom í heimsókn, nei, Eyrún Edda Hjörleifsdóttir teiknari með meiru heillaði okkur með myndasögunni sinni. Sannkallaður happafengur fyrir strákagengið að fá í sínar raðir svona góða listakonu. Það er mikill hugur í hópnum og það sést í gæðum myndasagnanna sem birtast í þessu hefti.

 

Eins og sögutitillinn hennar Eyrúnu Eddu Hjörleifsdóttur Gamli kirkjugarðurinn bendir til erum við stödd í kirkjugarði. Starfsmaður þar þarf að sinna ýmsu viðhaldi en þegar eldri hjón koma upp að honum með ákveðna ósk þykir honum það vera sjálfsagt mál þó að endirinn eigi eftir að koma honum á óvart.

 

Pétur Yngvi Yamagata með aðstoð Inga Jenssonar tekur þráðinn upp aftur með Bál
2027
í þetta sinn er það Scriba þáttur America. Scriba America er einfeldningur sem á
sér draum. Draumur hans gengur út á að finna neðanjarðarkerfi andspyrnu-
hreyfingarinnar eða paddanna eins og hann kallar þau og strádrepa þau í nafni friðar.
Sagan snýst um það hvernig hann fer að því að smíða sér ólíkindatól sem getur borið hann með sér niður á kerfið. Ætli honum takist ætlunarverk sitt?

Þorsteinn S. Guðjónsson skemmtir okkur enn einu sinni
með sinum hversdagslegu hugleiðingum um lífið og tilveruna
í Snúlli fer í bæinn.
Ungur maður á leið sinni til kærustunnar sem bíður hans
við tjörnina í Reykjavík veltir fyrir sér öllum þeim hættum sem
leynst gætu á vegi hans. Svo margt gæti farið úrskeiðis og svo
mikið til að vera þakklátur fyrir.

Það færist fjör í öðrum kafla í Úrg Ala Buks Unum eftir Jan Pozok. Gunnar hefur nú fengið tröllin í lið með sér til að eyðileggja samband Sóldísar og Sigurðar Hinriks. Þau bíða færis en í millitíðinni eignast Sóldís barn með Sigurði Hinriki. Þegar fréttir berast um andlát Tuma konungs tunglsjúka halda þau af stað yfir hafið á heimaslóðir Sigurðar Hinriks. Tröllin skerast í leikinn á leiðinni og ráðabrugg Gunnars kemur í ljós.

Kjartan Arnórsson í Stefnumótaráð Svaðaíkornans er engum likur þegar hann gefur rugluðum ungsveinum nokkur ráð um það hvað má og hvað má ekki. Skotheld varnaðarráð handa unga fólkinu sem skýra sig eiginlega alveg sjálf.

 

 

Jamm og jæja... Jú, jú, endilega lesið Tilgangslaus hugleiðsla eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson. Í upphafi var ljósið. Eyðimörk varð gróður. Sorg varð gleði. Heilandi lesning.

 

Ætlar Ómar Örn Hauksson virkilega að segja okkur það að Gulrótarhundsdrengnum standi ekki (á sama)? Ókei. Að vera gulrótarhundsdrengur á bæði sína kosti og sína galla. Gallarnir koma helst í ljós í bólinu á kvöldin þegar á að fara að gera eitthvað skemmtilegt með kærustunni. Sambandið er í húfi og GHD verður að finna lausnina fljótt enda samkeppnin um ástir hinna fögru Klöru Bellu hörð.