Blek 1

Blek 2

Blek 3

Blek 4

Blek 5

Blek 6

Blek 7

Blek 8

Blek 9

Blek 10

NeoBlek 10

NeoBlek 11

NeoBlek 12

NeoBlek 13

NeoBlek14/15

NeoBlek 16

Níu teiknarar undir stjórn Björns Vilhjálmssonar hafa lagt fram efni til fyrsta blaðsins. Sumir eru vel þekktir í dag í listsköpun sinni eins og Ingi Jensson, Ólafur Gunnar Guðlaugsson eða Erpur Eyvindsson. Þetta fyrsta hefti markar tímamót í Íslenskri myndlist því það er upphafið að óslitinni útgáfu hasarblaðs með íslenskum myndasögum til dagsins í dag.

..hvað sem það kostar er fyrsta sagan sem birtist lesendum í þessu blaði. Höfundurinn er Ingi Jensson. Við erum stödd á árinu 2014 og Ingi lýsir Íslandi framtíðarinnar grunsamlega líku Íslandi nútímans í þessari sögu (sagan var skrifuð
1996). Ungur tölvuhakkari afritar leynd gögn
Eiginhagsmunaflokksins en það fer ekki
framhjá eftirlitsmönnum flokksins sem
kalla ekki allt ömmu sína og víla ekki fyrir
sér að beita vopnavaldi til að ná þeim til baka.

Þorsteinn S. Guðjónsson er afkastamikill og er með tvær myndasögur. Sú fyrri Terror í Trondheim gerist í Noregi (nánar tiltekið Þrándheimi) og sýnir okkur inn í hugarheim manns sem nýlega hefur slitið samvistum við konu sína. Eins og það er auðvelt að hætta í sambandi er það ekki eins auðvelt að má manneskju út úr hugsunum sínum eins og við fáum hér að fylgjast með. Sú síðari Kynsystrakvöl er um tvær ungar konur sem velta fyrir sér samskiptum kynjanna. Afhverju haga menn sér eins og þeir gera og hvernig er hægt að skilja misvísandi ummæli þeirra þegar kemur að hinu kyninu. Sagan endalausa heldur hér áfram.

Nonni og Runni fara til Kírú er sagan eftir Jón Ingiberg Jónsteinsson. Nonni og Runni fara til Kírú en
fyrsta nóttin í tjaldinu reynist viðburðarík þar sem skelfilegt
skrímsli kemur og hrellir þá upp úr skónum. Þeir ná að
snúa á það með klókindum en í áframhaldinu sannast hið
fornkveðna að sá hlær best sem síðast hlær. Jón Ingiberg
bætir um betur með tvær smáar þriggja myndaraða sögur
um Litla svarta Sambó og Hr. Hinu-megin. Sú fyrsta er um átök hvíta og
svarta kynstofnsins sem eru útlistuð hér í stuttu máli í þessari hnitmiðuðu
myndasögu. Hin er ein súrasta myndasaga sem litið hefur dagsins ljós í íslenskri
myndasögugerð. Sannkölluð sjónræn Haika.

Hinn allkunni rappari Erpur Þórólfur Eyvindarson
er hér að feta sinn fyrstu spor sem gagnrýnandi
þjóðfélagsins okkar. Fyrsta saga hans heitir
Gyðingapabbi
. Ungur atvinnuleysingi kynnist
sannfærandi nasistapönkara sem telur hann á
að ganga í hinn íslenska nasistaflokk “Norrænn Kyn-
stofn” en eftir stutt og blóðugt samstuð við
kommúnista er flokkurinn skyndilega búinn að skipta
um front og heitir nú Darwin-flokkurinn en það er
ekki víst að unga söguhetjan okkar átti sigá nýju
hlutverki sínu í lífinu nógu tímanlega.

Bjarki Kaikumo er með hrakfallasöguna Valli Zombie sem á sér fáar líkar. Beinbrot, núningsbrunasár, skíðaslys og stungusár koma fyrir í þessari sögu. Spurningin er frekar: “hvað gerðist ekki?” í þessari sumarbústaðaferð sem byggð er á sönnum atvikum.

Hreinn Skylnir eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir er eina myndasagan (því miður) eftir stelpu. Stelpa jú, Lóa var 17 ára á þessum tíma en það er gaman frá því að segja að hún er enn að teikna myndasögur. Hennar framlag er sutt saga um óvænt atvik á strætóstoppistöð...

Hamingja eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Til að öðlast hamingju þarf.. ja, hvað? Margir hafa leitað en fáir vita svarið. Par heldur af stað upp fjallstind til að öðlast þessa vitneskju frá vitringi en svarið kemur þeim ekki á óvart.

Bál 2027 eftir Pétur Yngva Yamagata og Ómar Örn Hauksson. Her sameinaðra kommúnistaríkja hefur lagt undir sig jörðina undir stjórn Zhirínóvskís. Hann brýtur á bak aftur andspyrnuher og sendir alla í fangelsi á Íslandi. Þar snúa þeir aftur sem sundraðar andspyrnufylkingar gegn ríkjandi einræði undir forystu ýmissa leiðtoga þar á meðal Séra Pétri sem flakkar á milli vídda í baráttu hins góða gegn hinu illa. Margslungin flétta sem kemur á óvart. Athygli er vakin á því að Ester Ásbjörnsdóttir skrifaði textan í talblöðrunum.