Þorrablaðið allt í lit!

Neoblek #19 er komið út!

þeir sem biðu spenntir eftir lokakafla "á valdi Kakkalakkanna" Þríleiks þeirra Svals og Vals í Neo bleki þurfa ekki að bíða lengur því hér er hann kominn í fullum litum ásamt hinum fastagestum okkar undanfarið: 3. Testamentið og Wisher. Snilldar viðtal við Jóhann Pál Valdimarsson má finna í þessu blaði og kemur ýmislegt í ljós varðandi hvernig útgáfu myndasagna á Íslandi hefur verið háttað á undanförnum árum. Ekki er gott að vita hvar íslendingar stæðu ef ekki hefði verið fyrir hugsjónastarf frumkvöðla í myndasöguútgáfu á Íslandi. Sannarlega eigum við þeim margt að þakka sem stóðu í ströngu við að þýða snilldarmyndasögur eins og Sval og Val, Viggó, Strumpana og fleira. Stefán Ljósbrá lætur ljós sitt skína með myndasögu í þessu blaði sem og snillingurinn Ingi sem klikkar ekki að venju. Að þessu sinni er NeoBlek allt í lit í fyrsta skipti og stór munur að fletta blaðinu nú heldur en áður. Til þess að áframhald megi verða á útgáfu í lit verður hróður þess að ná eyrum eða öllu heldur augum sem flestra sem fylgjast vilja með því nýjasta í evrópskri myndasöguútgáfu í dag og trúlega eru þeir ófáir sem hafa ekki enn frétt af þessu blaði. Það er því lykilatriði að orðrómurinn fái að berast sem víðast og fólk tvíti og feisbúkkist saman um að dreifa boðskapnum og bendi öðrum á að verða sér út um áskrift hjá myndasogur@myndasogur.is ekki seinna en sem fyrst og kynnið ykkur einnig áður útgefin blöð sem óðum eru að verða safnaraeintök og söguleg heimlid um íslenska myndasögugerð. Íslenskir myndasögunördar sameinist !!

Tjúllaðar tindaskötur!

Neoblek #18 er komið út!

Eins og vanalega er blaðið stúfullt af góðu efni. Skvísurnar, Konráð og
Elísabet, Lína, Grýla og Leppalúði og margt fróðlegt í bland. Þrjár framhaldssögur halda áfram í þessu blaði og ber þá fyrst að nefna góðkunningja allra íslenskra myndasögulesenda þá Sval og Val á valdi Kakkalannanna, svo er það ævintýraþrillerinn Wisher og hið magnþrungna kirkjusögulega 3.Testamentið sem nálgast lokakafla, Einstaklega spennandi fyrir þá sem fylgst hafa með frá byrjun!
Stórskemmtilegur spurningaleikur um þá Tinna og félaga er að finna í blaðinu og flott verðlaun í vinning!! Blaðið verður til sölu í Nexus, Bóksölu Stúdenta, Máli og Menningu Laugavegi, Eymundsson Austurstræti og auðvitað á hér á heimasíðu NeoBleks
!
Hér er líka hægt að ná sér í eldri blöð fyrir þau ykkar sem vilja safna framhaldssögunum saman eða kynna sér öll blöðin frá upphafi. Nú er sannarlega rétti tíminn til að skella sér í myndasögugírinn til að gera sig tilbúinn fyrir kvikmyndaveisluna um þá Tinna og félaga sem er í vændum.
Smelltu og flettu blaðinu!

Neo Blek 17 er komið út!!!

 

Já kæru lesendur, þið þurftuð ekki að bíða lengi eftir framhaldinu á þriðja testamentinu og hins æsispennandi ævintýri Svals og Vals því nú er það komið út hvorki meira né minna en blað númer 17 í röðinni. Ertu búin/n að lesa þau öll? (Kíktu á vefverslunina til að skoða úrvalið.) Í þessu blaði hefjast auk þess nýjar sögur sem gaman er að fylgjast með. Nýjir franskir teiknarar eru kynntir til sögunnar í þessu nýjasta blaði Neo Bleks og hér er það hinn franski húmor sem fær að njóta sín. Þeir sem alast hafa upp við Viggó og Sval og Val ættu svo sannarlega að kannast við hann. Kæru vinir, lesið og njótið.


Á laugardaginn sl. þann 7. mai, tók Nexus, ásamt þúsundum myndasagnaverslana um allan heim þátt í að kynna myndasöguformið með þáttöku í "FREE COMIC BOOK DAY" og gaf sérútgefin myndasögublöð frá ýmsum útgefendum. Þetta er tíunda árið sem haldið er upp á daginn og í þetta sinn var óvenjumikið um íslenskt efni.

Nexus og Ókei-bækur gáfu blaðið "ÓkeiPiss", Neo -Blek var að sjálsfögðu á staðnum með vasaútgáfu af blaðinu okkar til að kynna útgáfuna og þessa heimasíðu okkar.

Ókei-bækur og Neo-Blek settu upp myndlistarsýningu með verkum íslenskra og franskra teiknara í tilefni dagsins í spilasal Hugleikjafélags Reykjavíkur við hliðina á Nexus.

Á myndinni er forsprakki Neo-Bleks Jean Posocco kampakátur yfir mætingunni og einstaklega góðu veðrinu sem skemmdi ekki fyrir stemmingunni sem skapaðist.

Nýju ævintýri Svals og Vals

Í nýjasta tölublaði NeoBleks, sem var að koma út núna í síðustu viku, birtast gamlir vinir okkar Íslendinga í nýju ævintýri. Það eru þeir Svalur og Valuren síðasta ævintýri þeirra sem kom út á íslensku var myndasagan Seinheppinn syndaselur eftir þá Tome&Janry. En hvað hafa félagarnir verið að braska síðan þá?

M svalur yndasögur Svals og Vals hrifu mig mjög þegar ég var krakki, sérstaklega Vélmenni í vígahug eftir Tome&Janry og Sjávarborgin eftir Franquin, og eiga þær stóran þátt í því að ég er sjálfur að teikna myndasögur. Svalur birtist fyrst árið 1938 en hann var hugarsmíði Rob-Vel (Robert Velter). Þegar seinni heimstyrjöldin braust út lenti hins vegar Rob-Vel í vandræðum með að koma myndasögum sínum yfir landamæri Frakklands til útgefandans (Dupuis) í Belgíu og gegndi síðan herskildu. Hans skarð fyllti því Jijé (Joseph Gillain). Fyrst aðeins tímabundið, því í stuttan tíma gat Rob-Vel komið sögunum til skila en síðan tók Jijé við að fullu. Árið 1947 tók lærisveinn Jijé, André Franquin, við Sval og Val og teiknaði þá félaga í meir en tuttugu ár, eða til ársins 1969 þegar Jean-Claude Fournier tók við pennanum.

Fournier teiknaði Sval í tíu ár en árið 1979 fór útgefandinn að leita af einhverjum til að taka við. Ein af hugmyndum Dupuis var að Svalur og Valur yrðu oftar í blaðinu og hann fékk því þrjá hópa að reyna fyrir sér við myndasögur um Sval. Þetta var því tvíeykið Nic Broca og Raoul Cauvin, Yves Chaland og svo Tome og Janry. Og að lokum varð það úr að Tome&Janry urðu aðalmyndasöguhöfundar Svals og Vals. (Þeir sem hafa frekari áhuga á sögu Svals og Vals geta lesið hana á íslensku í bókinni Svalur og Valur í villta vestrinu).

svalur_machine Svalur og Valur döfnuðu vel hjá Tome&Janry og eftir söguna Seinheppinn syndaselur sem var síðasta myndasagan með Sval og Val á íslensku, komu sögurnar Le Rayon noir(ísl. Nú er það svart, 1993), Luna Fatale(1995) en á þessum tíma fannst Tome&Janry að það væri kominn tíma á breytingar og með sögunni Machine qui Reve(ísl. Vél tímans), sem var gefinn út 1998, hvað við annan tón. Þeir ákváðu að segja mun alvarlegri sögu og til að það væri mögulegt breyttu þeir teiknistílnum til að undirstrika söguna frekar. Ég var mjög hrifinn af túlkun Tome&Janry á Svali og Vali og fannst Luna Fatale mjög góð, þegar ég las Machine qui Reve varð ég ekki fyrir vonbrigðum, sagan var að mínu mati mjög góð en það voru alls ekki allir sammála mér þar og í raun skiptist aðdáendur Svals og Vals í tvo hópa: þeir sem fannst breyting góð og hinir sem að fannst að Tome&Janry væru að eyðileggja Sval og Val. Það varð því svo að Tome&Janry var ekki lengur treyst fyrir framhaldi Svals og Vals. Þeir einbeittu sér þá að ævintýrum litla Svals.

svalur_sourcesZ Það var ekki fyrr en árið 2003 sem að nýir höfundar Svals og Vals voru fundnir og næsta ævintýri Svals og Vals kom út. Það voru þeir Morvan og Munuerasem að tóku við og fyrsta myndasaga þeirra um Sval og Val var Paris-sous-Seine(ísl. Flóð í París) en þar snúa þeir aftur að þeim stíl sem Svalur og Valur voru þekktir fyrir, með þó megin áherslu á hasarinn en grínið. Síðan hafa komið út L'Homme qui ne voulait pas mourir(ísl. Maðurinn sem vildi ekki deyja, 2005) og Spirou à Tokyo (ísl. Svalur í Tókíó, 2006) og Aux Source du Z (ísl. Uppruni Z, 2008), sem þeir gerðu í samstarfi við Yann. Myndasögur þeirra eru ágætis afþreying og jafnast á við flestar meðalsögur Franquin og Tome&Janry og raun verða sögurnar betri og þannig er síðasta sagan mjög góð skemmtun með reyndar arfaslökum endi.

Við Sval og Val tóku þeir Vehlmann og Yoannsem aðalhöfundar og kom fyrsta saga þeirra Alerte aux Zorkons (ísl. Árás Zorkonana). Þeir félagar höfðu áður gert myndasöguna Les géants pétrifiés(ísl. Steinrisarnir) sem var fyrsta bindið í sérútgáfuflokki myndasagna um Sval og Val.

svalur_emily Þessi sérútgáfuflokkur bar nafnið "Une aventure de Spirou et Fantasio par..." (ísl. Ævintýri Svals og Vals eftir...) en hefur verið breytt í "Le Spirou de..." (ísl. Saga Svals eftir...). Í þessum flokki hafa mismunandi höfundar fengið að spreyta sig. Auk sögu þeirra Vehlmann og Yoann hafa komið sögurnar Les marais du temps (ísl. ) eftir Frank LeGall, Le tombeau des Champignac(ísl. Grafir Sveppaborgar) eftir Yann og Fabrice Tarrin, Journal d'un ingénu(ísl. Dagbók ungstyrnis) eftir Emily Bravo og hlaut sú saga verðlaun á Angoulême myndasögu hátíðinni og fær einnig mín bestu meðmæli. Le groom vert-de-gris(ísl. Leðurblökuaðgerðin) eftir Yann og Schwartz en myndasagan er byggð á handriti eftir Yann sem hann skrifaði fyrir Chaland en ritstjórnin hafnaði því. Yann valdi Schwartz til að teikna þar sem að stíll hans er líkur stíl Chalands. En þessi myndasaga er birt í íslenskri þýðingu í blaðinu NeoBlek.

Síðasta sagan sem hefur komið út í þessum flokki er Panique en Atlantique(ísl. Skelfing á Atlantshafi) eftir hin þekkta Lewis Trondheimog Fabrice Parme.

Höfundur: Stefán Einarsson er búsettur í Karlsruhe í Þýskalandi og starfandi rafmagnsverkfræðingur. Hann er mikill áhugamaður um myndasögur og myndasögugerð. http://myndasagan.blog.is/

Nýtt glæsilegt blað sem býður upp á glænýjar myndasögur kemur út núna í janúar 2011! Svalur og Valur, hinir gamalkunnu góðkunningjar myndasögulesenda eru mættir aftur á Íslandi í algerlega nýjum búningi í meðförum Yann og Schwartz. Þessi saga er númer fimm í nýjum bókaflokki sem ber titilinn “Une aventure de Spirou et Fantasio par...” á frummálinu. Bókaflokkur þessi hefur það að markmiði að leyfa mismunandi höfundum að spreyta sig á að endurlífga þessar tvær hetjur sem legið hafa í dvala um hríð. Sérstaklega skemmtilegt efni þarna á ferð og auðvitað framhald í næsta hefti. Framhaldssagan þriðja testamentið heldur áfram og stigmögnuð spennan nálgast hámarkið. Allskonar efni má finna til viðbótar í þessu blaði og um að gera að vera fyrstur til að panta eintak!

Tinni er fallinn frá!

Þann 26. nóvember 2010 féll danskur leikari frá. Hann hét Palle Huld, var 98 ára gamall og hafði leikið í um það bil 40 myndum þar í landi. Það er nánast alveg öruggt að maður hefur ekki séð eina einustu mynd með honum. Af hverju þá að vera að tala um hann á síðunni myndasogur.is spyrjið þið? Einfaldlega vegna þess að hann tengist einum þekktasta blaðamani veraldar, sjálfum Tinna!

Árið 1928 þegar Palle Huld var 15 ára tók hann þátt í samkeppni sem blaðið "Politiken" stóð fyrir í tilefni af 100 ára afmæli rithöfundarins Jules Verne (sem skrifaði meðal annars "Í iðrum jarðar" sem gerist á Íslandi). Ritstjórnin hjá blaðinu tók strax eftir þessum rauðhærða unga manni og sendir hann í ferðalag í kringum jörðina eins og Phileas Fogg gerði í bókinni "Umhverfis jörðina á 80 dögum". Palle ferðaðist í 44 daga. Hann mátti nota hvaða faratæki sem er nema flugvél og heimsótti meðal annars París, Berlín, London, Norður Ameríku, Japan, Síberíu og Þýskaland. Þegar komið var aftur heim til Kaupmannahafnar tók fjöldi fólks á móti honum eða um 20.000 mans. Það sama gerðist hjá myndasöguhetjunni Tinna í eftir dvöl hans í Kongó þremum árum seinna. Í bók sinni "Jorden rundt í 44 dage" sem segir frá ævintýrum hans sagði Palle: "Þetta var ótrúlegt upplifun" og bætti við "Tveir lögreglumenn þurftu að lyfta mér og leiða mig alla leið til höfusstöðva Politiken" . Sonarsonur Jules Verne ritaði formálann.

Ári seinna, árið 1929 nánar tiltekið, birtist Tinni í fyrsta skipti í "Le Petit Vingtieme". Hann er mjög likur Palle í klæðnaði og er blaðamaður þótt hann skrifi ekki línu fyrir blaðið sem réð hann. Margir og sérstaklega þeir sem þekkja best til Hergé segja að þetta sé ekki rétt. Hergé fékk innblástur frá Robert Sexe sem var franskur fréttamaður og ljósmyndari. Hann ferðaðist eins og Tinni á motórhjóli og fór til Moskvu, Kongó og Bandaríkjanna. Sem sagt í sömu röð og Tinni gerði. Hins vegar tekur ritstjórn heimasíðu Tinna undir það að Palle Huld hafi verið fyrirmynd Tinna sem Hergé gerði ódauðlegan.

Hvað sem hver segir, eru hugmyndir í loftinu í kringum okkur og það er undir hverjum og einum að gripa þær og gera gott úr þeim. Sjálfur sagði Palle að hann þekkti Tinna ekki neitt og hefði aldrei lesið myndasögur. En látum Hergé hafa síðasta orð um hetjuna sina þegar hann sagði á sinum tíma: "Tintin, c'est moi" Lesið nánar um Hergé hér!

.

Síðasta blaðið kom út 2008 og það er löngu orðið tímabært að rífa sig upp úr lægðinni sem lagðist yfir útgáfuna. En tíminn var notaður til að fínpússa og gera Neo-Blek að alvöru myndasögublaði. Til þess var markmiðið sett ofar og árangurinn er að sjá í þessu eintaki. Fengin var miðaldasaga frá Frakklandi sem verður birt í næstu tölublöðum. Þessi magnaða saga fjallar um leynihandrit sem finnst í grafhvelfingu í klaustri. Þetta handrit er skrifað af Esseniens sem voru uppi á dögum Krists og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir kirkjuna og kollvarpað þeim sess og yfirráðum sem hún hefur haft í gegnum aldirnar.
Í næstu blöðum verða birtar fleiri sögur, allar fengnar frá Frakklandi.
Það er okkar ánægja að geta boðið upp á slíka veislu fyrir augun sem lesendur hafa ekki áður fengið að lesa á íslensku.

Ragnar Árnason

ætlar að taka þeirri áskorun um að “gagnrýna” teiknimyndasögur á þessari vefsíðu.Hann mun láta sinn smekk ráða og ekki láta bókmenntafræði eða listfræði þvælast fyrir sér. Teknar verða fyrir útgáfur á ensku og norrænu málunum aðallega dönsku bæði gamalt og nýtt.

Gisp!
Tímaritið Gisp er búið er vera til í nokkuð mörg ár. Það kom fyrst út 1990 en kemur út óreglulega, undarlegt og skrítið og skemmtilegt(stundum). Þegar ég segi undarlegt þá er ég að vísa í það að ég flokka Gisp! sem underground en á Íslandi er ekki neitt yfirborð svo að Gispið er nokkuð vel staðsett í lausu lofti. En síðasta blaðið nr.10 sem kom út 2009 er þó það undarlegsta af öllum, mappa með 19 lausum blöðum+1 blað með efnisyfirliti og hverjir eigi hvað. Þarna er á ferð vel þekktur strákaklúbbur. Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Ludwig Torfason og Þorri Hringsson.Allir með fimm síður nema Þorri með þrjár og Halldór & Jóhann með eina saman. Þegar verið er að fjallað um teiknimyndasögur vakna upp spurningar. Er þessi mappa teiknimyndasögublað eða myndasögur? Svarið hjá mér er nei, en það er vitað mál að þessir einstaklingar hafa sent frá sér teikimyndasögur áður og geta gert miklu betur.
Blacksad 4
er teiknimyndasería eftir spænsku höfundana Juan Díaz Canales (rithöfundur) og Juanjo Guarnido (teiknari) og gefnar út af franska útgefandanum Dargaud. Þó að báðir höfundar séu spænskir, þá leggja þeir áherslu á franska markaðinn. Þeir hafa birt öll Blacksad bindi á frönsku fyrst en spænska útgáfa hefur fylgt með yfirleitt um einum mánuði síðar. Fyrsta bindi Quelque part entre les ombres (bókstaflega: Einhvers staðar á milli Shadows) var birt í nóvember 2000. Næsta bindi, Arctic-Nation, var gefin út árið 2003 og það þriðja ame Rouge (Red Soul), kom út árið 2005. Enskri þýðingu hefur verið frestað frá og með maí 2007 vegna gjaldþrots útgefanda þess North American, iBooks.
Árið 2009 tilkynndi Dark Horse Comics að það mundi birta alla titlana í einni bók. Birtingu þessara 184 síðna var beðið með eftirvæntingu. Útgáfa safnsins var áætlað í mars 2010 en sama ár var áætluð útgáfa 4. bókarinnar L'Enfer, le silence (Helvitis, Þögnin) í Frakklandi í september 2010 .
Þó að það væri fyrsta teiknimyndasaga höfundar var fyrsta bindinu gríðarlega vel tekið. Það seldist í meira en 200.000 eintökum í Frakklandi einu. Þá er búið að þýða Blacksad á búlgörsku, kínversku, króatísku, dönsku og fjölmörg önnur tungumál. Það má með sanni segja að þeir hafa hitt á réttu blöndu til að búa til skemmtilegan og spennandi thriller.
Söguþráðurinn í L´enfer, le silence er sígildur og þéttur. Eikaspæjarinn „John Blacksad“ er fenginn af Lachapelle blús-plötútgefanda til að finna jazzpianistan Sebastian „little hand” Fletcher sem ber með sér þunga fortið. Vakna í kjölfarið margar spurningar um ástæður þess. Umhverið er New Orleans, 50’s, Jazz og eiturlyf. Teikningar hjá Juanjo Guarnido eru mjög góðar jafnvel léttari enn í fyrri bókum.