Vatnagörðum 14 - 104 Reykjavík - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is |
|
|---|
|
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðasta færslan birtist hér. |
|
Síðastliðin tvö ár hafa nokkrar mynda-sögubækur og hefti komið út sem samin voru af íslenskum höfundum. Hér eru þau sem vitað er um en kannski hafa fleiri komið út en farið framhjá manni. Froskur útgáfa var mjög öflug í útgáfu íslenskra myndasögubóka og gaf út fjórar bækur. |
|
![]() svo myndmálið pláss. Frábær bók um einn af fremstu myndasögu-höfundum Íslendinga. 318 blaðsíður |
![]() |
|
![]() |
Fyrir tveimur árum steig Fannar Gilbertsson sín fyrstu skref sem myndasöguteiknari með útgáfu á fyrstu myndasögubók sinni GEN-01. Frábær bók sem segir frá kolklikkuðum vísindamanni sem vill stjórna heiminum með hjálp ofursterks náunga sem er sýktur af Gen-01 vírusnum. Bókin vakti verðskuldaða athygli og var vel tekið af myndasöguáhugamönnum. Ekki leið á löngu þangað til upprennandi rithöfundur, Gunnar Birgisson, hafði samband við hann og bauð honum starf við að teikna höfundarverk sitt. Fannar var ekki lengi að slá til og hóf strax að teikna þetta nýja ævintýri. Bókin Huldufólk er loks komin út. Alíslenskar myndasögubækur eru svo sjaldséðar á markaðnum að það er alltaf fagnaðarefni þegar það gerist. Ekki nóg með það því að sagan gerist líka á Íslandi. |
![]() |
|
|
![]() |
![]() Pú og Pa er beint framhald af útgáfu bókarinnar eftir Kjartan Arnórsson „Svínharður smásál“. Froskur útgáfa heldur áfram að gefa lesendum tækifæri til að lesa myndasögur sem birtust í dagblöðum og nóg er að taka. Pú og Pa komu fyrst fram sem teiknimynd í jóladagatali sem Sigurður gerði fyrir RÚV á sínum tíma. Árið 2004 var hann svo ráðinn hjá Fréttablaðinu til að teikna þessar persónur. Samstarfið varði í tæplega þrjú ár. Nú er komið heildarsafn á strimlum sem Sigurður teiknaði og var það tímabært. Sigurður féll stuttu eftir að bókin kom út í lok nóvember 2024. Þarna fékk Froskurinn sönnun þess hve nauðsynlegt væri að gera ýmsum íslenskum teiknurum hátt undir höfði. 312 bls. |
|
![]() |
|
Vespríus eftir Sunnevu Þórðardóttur og Jón Pál Björnsson. Myrkvasaga sem gerist í Lyos-borg sem Jón Páll hefur notað sem aðalsvið í Lavender-bókaseríunni sinni. Þetta er jafnframt fyrsta myndasaga Sunnevu en hún kættist mjög þegar samvinna hennar og Jóns Páls hófst. Þau munu vinna að tveimur öðrum bókum með Vespríus. Vonandi fá lesendur að lesa þær mjög fljótt. 168 blaðsíður |
SJÁLFÚTGÁFAN |
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
SVALUR OG VALUR |
|
|
![]() |
Baráttuna um arfinn er kannski óþarfi að kynna. En loksins prýðir bókin upprunalega kápu. Iðunn bókaútgáfa var í samprent við danska útgáfu og notaði sömu kápu sem Danskur teiknari, Peter Madsen hafði gert. Útlitslega má geta þess að útgáfa Frosks er litríkari, pappírinn betri og svo auðvitað hefur sagan verið þýdd upp á nýtt. Þarna er á ferð bók sem safnarar mega ekki láta fram hjá sér fara og það mun koma síðar í ljós hvers vegna, það er þegar Froskur klárar útgáfu Sval og Val seríuna. Innbundin 62 síður |
![]() |
Gormsránið er beint framhald af Baráttunni. Svalur og Valur sjá mikið eftir því að hafa veitt Gormdýrið í frumskóginum í Palombíu og komið því fyrir í dýragarði bæjarins. Þeir vilja óðir koma Gormi aftur til síns heima þar sem honum mun líða miklu betur. En þeir eru ekki þeir einu sem vilja ræna Gormi úr dýragarðinum og þjófum tekst það á undan Sval og Val. Nú byrjar eltingaleikur á eftir ræningjum sem endar með því auðvitað að Gormur verður leystur úr haldi. Þessi bók er mjög merkileg og í rauninni dularfullt að hún skuli aldrei hafa verið gefin út á íslensku fyrr en nú 45 árum eftir að Baráttan um arfinn kom út því þarna er verið að segja frá vinskap sem myndast smám saman á milli hetjanna tveggja og Gormsins. Frá og með þessari sögu verður Gormur ætið ein af aðalpersónum Sval og Val ævintýra á meðan Franquin teiknar seríuna. Innbundin 62 síður |
| NOKKRAR BÆKUR FRÁ FORLAGINU |
|---|
![]() |
Næstsíðasta bókin í þessum vinsæla myndasagnabálki. Frjósemisguðinn Freyr fær augastað á jötnameyjunni Gerði og Þjálfi er sendur til Gymisgarða í gervi Skírnis skósveins til þess að sannfæra stúlkuna um að eiga stefnumót við guðinn. Sú ferð reynist sannkallað hættuspil því að Ragnarök nálgast óðum og mikill jötnaher hefur safnast fyrir á staðnum.
|
![]() |
Sýnir Völvunnar er fimmtánda og síðasta bókin í bókaflokknum vinsæla um Goðheima þar sem sögur af norrænu goðunum sagðar á skýran og skemmtilegan hátt, kryddaðar óborganlegum húmor. Fimbulvetur ríkir í Ásgarði og Fenrisúlfur er kominn aftur á kreik. Þegar æsir komast að því að jötnar standa að baki þessum eilífðarvetri rennur upp fyrir þeim að Ragnarök eru í nánd og ræsa þarf út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn en fær óumbeðna aðstoð frá Röskvu, sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið. |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
| 5 TINNABÆKUR-NÝJAR ÞÝÐINGAR |
|---|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
| Ekkert getur stöðvað hið óhjákvæmilega! Feiknalegur eldhnöttur stefnir á ógnarhraða til jarðar! Áreksturinn er óumflýjanlegur og harmslegnir jarðarbúar fylgjast með úrkula vonar um að kraftaverk gerist. Þar á meðal Tinni og Tobbi. En tími jarðarinnar er ekki kominn að endalokum því eingöngu brot af loftsteininum brotlendir í Norður-Íshafinu. Heimsendir verður að bíða. Vísindaleiðangur með Tinna og Kolbein í fararbroddi keppist nú við að ná til loftsteinsins og vera fyrstur til að rannsaka Oktanín, óþekkta málmtegund sem leynist í iðrum hans | Tobbi finnur oft á sér að Tinni er við það að koma sér í klandur með því að reyna að leysa mál sem koma honum ekkert við. Þefvísin svíkur sjaldan hunda. En hvað skal segja þegar Tobbi treður sjálfur trýninu í ruslakassa og það leiðir félagana í siglingu gegn eigin vilja til Afríku um borð í Karabúdjan? Þúsundir þakka Tobba örugglega margsinnis. Ástæðan er einföld: án hans hefðu Tinni og Kolbeinn kafteinn aldrei hist og orðið að einu órjúfanlegu pari teiknimyndasögunnar okkur til ævinlegrar skemmtunar. | Einn góðan laugardagsmorgun rekst Tinni á skipslíkneski á flóamarkaði. Skipið verður tilvalin gjöf handa Kolbeini hugsar hann og kaupir það fyrir skít og kanel. En það sem Tinni veit ekki strax er að skipið Einhyrningur á að geyma leynilegan fjársjóð. En til þess að hægt sé að finna fjársjóðinn þarf Tinni að sameina þrjú eins skipslíkneski. Tekst Tinna að gera það? | Tinni, Kolbeinn, Skaftarnir og óvæntur uppfinningamaður leggja frá bryggju til að leita að fjársjóði Rögnvaldar rauða. Eftir mikla leit og fyrir hetjurnar okkar birtist loks fjársjóðseyjan. En leitin skilar mjög litlu og það er úrkula vonar sem Tinni og félagar snúa heim án þess að sjá glampa á gimsteina. Öll von er úti en Kolbeinn nær með hjálp Vilhjálms Vandráða að festa kaup á Myllusetri. Þá er sagan ekki öll sögð. | Búmm! Ef vélin hóstar, búmm! Það er á þessum góðu nótum sem þessi saga hefst hjá Skafta og Skapta þegar þeir fylla á tankinn. Óskiljanlegar vélasprengingar fara eins og eldur í sinu um allan heim, lama samgöngur og gengi verðbréfa falla. Tinni leggur af stað til Mið-Austurlanda og rannsakar hver ber ábyrgð á spilltu olíunni. |
Viggó viðutan - Norðuljós - Ástríkur |
|
![]() |
Viggó lætur ekki illa, hann er sá einstaklingur sem gefur lífinu lít. |
![]() |
Sama hvort hann sé að fikta við að bæta skrifstofulífið, spila á Viggófóninn eða fullkomna bílinn sinn, þá veldur Viggó viðutan óhjákvæmilega sprengingum, eldsvoða og hamförum, til mikillar gleði lesenda. Nú í tíunda sinn með þessa nýjustu bók. |
![]() |
Lotta notar töframátt sinn til að komast inn fyrir ósýnilegan skjöld Hálendinga sem verndar ættbálkinn gegn alls kyns hættum. Með henni í för eru Sonja og Björn sem komast loksins á leiðarenda til dularfulla Hálendingaættbálksins. Hálendingarnir eru þekktir fyrir töfrakunnáttu sína og vinsemd, en Ravnda, leiðtogi þeirra geymir fjölskylduleyndarmál um krákasysturnar þrjár og örlög þeirra sem hafði djúp áhrif á uppeldi Lottu. Sonja er ráðvillt en ætlar að einbeita sér að því að finna frænda sinn Henrik, en til þess þarf hún hjálp Aspar sem féll í gjá eftir að hafa lent í slagsmálum við tröllið Þrym. |
![]() |
Sonja, Aspar, Lotta og Björn leggja upp í svaðilferð inn í tröllaríki. Aspar kallar á Ljósálf til að komast alla leið inn í höll tröllakonungsins til að bjarga frænda Sonju en þar eru þau óvelkomin. Á móti risastóru tröllunum duga yfirnáttúrulegir kraftar Lottu skammt og það er ekki fyrr en Sonja hittir Haruka í andaheimi að óvæntur kraftur uppgötvast. Ná þau öll að sigra risastóru tröllin og komast burt úr tröllaríkinu heil á húfi? |
![]() |
Fyrsta Ástríks ævintýri. Fjöldi skrautlegir Gallvaskir þorsbúar koma við sögu og eiga eftir að skemmta lesendur um ókomna tíð. |
![]() |
Dag einn er skáldinu Óðríki úr þorpi Gaulverjanna rænt af Rómverjum. Tilgangurinn er óljós fyrir Ástrík og Steinrík sem ætla að ná Óðríki úr klóm Rómverja hvað sem það kostar. En til þess ganga þeir í skylmingaliðið sem þjálfar sig fyrir næstu hringleika í Róm. Þeir félagar eru ekki á þeim buxunum að fara eftir reglum og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. |
![]() |
Til að koma Simbilitlisiglirdjarftumsjórík til hjálpar ákveða Ástríkur og Steinríkur að fara til Korsíku. Eyjan fagra eins og hún er kölluð af íbúum hennar. Þar hafa Rómverjar yfirráð með kúgun og sköttum. Eyjaskeggjar þola það illa ekki síst þegar Svikulus Svikamyllus landstjóri ætlar að fá sem mest út úr embættinu með því að stela skattfé Sesars. |
AÐRIR ÚTGEFENDUR |
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
| Ævintýri Fótboltistanna halda áfram! Það líður að miðnætti á knattspyrnuvellinum í Skógargerði og það þýðir að nú er hægt að kveikja í varðeldunum á Jónsmessunótt. Og það sem er mikilvægast, leikurinn gegn Vonskuvík er rétt að hefjast. Sigurliðið mun taka sigurlaunin með sér heim, styttuna af Jóhannesi skírara, til varðveislu í heilt ár. |
Bráðfjörug saga sem minnir grunsamlega mikið á eina frægustu rokkhljómsveit heims. Stærstu góðgerðartónleikar allra tíma komast í uppnám. Tekst hinum ráðagóða Mac Moose að bjarga tónleikunum og tryggja heimsfrið áður en drápsgervitennurnar hans ráða niðurlögum hans? Sprellfjörug frásögn eftir einn þekktasta höfund Finnlands. | Hundmann er engum líkur. Þetta er sjöunda bókin í bókaflokknum um hann. Fáar ef nokkrar bækur eru jafn fyndnar og Hundmann og er leit að vinsælli barnabókum í heiminum. Margir krakkar uppgötva yndislestur þegar þeir komast í kynni við Hundmann. | Seinni hlutinn af ógleymanlegri uppvaxtarsögu íranska höfundarins Marjane Satrapi (f. 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út. Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman í þessari margrómuðu teiknimyndasögu sem lætur engan ósnortinn. | Hr. Úlfur og góðu gaurarnir ferðast óvart aftur til júratímabilsins! Verða þeir étnir af risaeðlum? Örugglega. Hvernig geta þeir snúið aftur til síns tíma og bjargað Jörðinni frá geimveruárás? Þetta er allt svo rangt. Þeir eru allir svo vondir. Tími fyrir forsögulega tíma – tími fyrir Vonda gaura, þátt 7. |
| Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11;12;13;14; | Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / myndasogur@myndasogur.is | |||